Qaanaaq

77°28′00″N 69°14′00″V / 77.46667°N 69.23333°V / 77.46667; -69.23333 Qaanaaq er þorp í sveitarfélaginu Avannaata á norðvestur-Grænlandi. Það er eini eiginlegi byggðakjarninn á Norður-Grænlandi (Avannaa). Upphaf hans var verslunarstöðin "Kap York Stationen Thule" sem stofnuð var af Knud Rasmussen og Peter Freuchen árið 1910. Núverandi byggðarlag varð til þegar allir íbúar gamla Thule-þorpsins voru fluttir þangað árið 1953.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne