RCA Records | |
---|---|
Móðurfélag | Sony Music Entertainment |
Stofnað | 9. janúar 1900 | (sem Consolidated Talking Machine Company)
Stofnandi |
|
Stefnur | Mismunandi |
Land | Bandaríkin |
Höfuðstöðvar | New York, New York |
Vefsíða | rcarecords |
RCA Records er bandarísk tónlistarútgáfa í eigu Sony Music Entertainment. Hún er ein af aðal fjóru félögunum undir Sony Music, ásamt fyrrum samkeppnisaðila, Columbia Records. Hin tvö eru Arista Records og Epic Records. Félagið hefur gefið út tónlist af ýmsum toga, þar með talið popp, klassísk, rokk, hipphopp, raf, R&B, blús, djass og kántrí. RCA Records var stofnað árið 1900 sem gerir það að næst elsta plötufyrirtækinu í sögu Bandaríkjanna, á eftir Columbia sem var stofnað árið 1889. Það var síðan keypt af Radio Corporation of America (RCA) árið 1929 sem það dregur nafnið sitt frá. Nokkrir þekktir listamenn sem hafa starfað hjá félaginu eru m.a. Elvis Presley, David Bowie, The Kinks, Nina Simone, Diana Ross, Harry Belafonte, ABBA og Sam Cooke.[1]