Radio Songs (áður Hot 100 Airplay til ársins 2014 og Top 40 Radio Monitor til ársins 1991) er vinsældalisti gefinn út vikulega af Billboard tímaritinu. Hann mælir útvarpsspilanir laga á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum fyrir allar gerðir tónlistarstefna. Hann er einn af þrem þáttum, ásamt sölum (smásala og stafræn sala) og streymum, sem ákvarða sæti laga á Billboard Hot 100 listanum. Radio Songs byrjaði sem 30 sæta listi árið 1984, og var seinna var stækkaður í 40 tveimur árum síðar.[1] Nú til dags inniheldur hann 100 sæti.