Rafsegulgeislun eða rafsegulbylgjur (stundum kallað ljós) eru bylgjur í rafsegulsviðinu sem ferðast gegnum rúmið og bera með sér orku. Rafsegulgeislun inniheldur útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrautt ljós, sýnilegt ljós, útfjólublátt ljós, röntgengeislun og gammageislun.
Snúið er að lýsa því hvað rafsegulgeislun er. Hægt er að lýsa hegðun rafsegulgeislunar á tvo vegu:
Báðar þessar leiðir eru rétt leið til að lýsa hegðun rafsegulbylgja. Þetta er hið torskilda tvíeðli ljóss.
Rafsegulgeislun verður til þegar frumeindir (atóm) losar frá sér orku. Þegar frumeind tekur í sig orku veldur það því að ein eða fleiri rafeind í frumeindinni hækkar um orkuþrep. Þegar rafeindin dettur aftur niður um orkuþrep myndast rafsegulgeislun. Sú gerð rafsegulgeislunar sem myndast fer eftir frumeind og magni orku, og hún getur verið í formi hita, ljóss, eða annars konar rafsegulgeislunar.
Rafsegulgeislun þarf ekki efni til að berast um í (ólíkt hljóðbylgjum).