Ram | ||||
---|---|---|---|---|
![]() | ||||
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 17. maí 1971 | |||
Tekin upp | 16. október 1970 – 1. mars 1971 | |||
Hljóðver |
| |||
Stefna | ||||
Lengd | 43:15 | |||
Útgefandi | Apple | |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Paul McCartney | ||||
| ||||
Tímaröð – Linda McCartney | ||||
| ||||
Smáskífur af Ram | ||||
|
Ram er breiðskífa eftir hjónin Paul og Linda McCartney. Platan var gefin út 17. maí 1971 af Apple Records og var tekin upp í New York með gítarleikurunum David Spinozza og Hugh McCracken, og trommaranum Denny Seiwell sem seinna varð meðlimur hljómsveitarinnar Wings. Þrjár smáskífur voru gefnar út af plötunni: „Uncle Albert/Admiral Halsey“ (fyrsta lag McCartney til að ná efsta sæti í Bandaríkunum án Bítlanna), „The Back Seat of My Car“ og „Eat at Home“.
Platan kom út á sama tíma og gremja var á milli McCartney og fyrri hljómsveitafélaga hans úr Bítlunum. Þrátt fyrir neikvæða dóma í upphafi komst platan á topp hljómplötulista í Bretlandi, Hollandi, og Kanada. Nú til dags er platan lofuð af mörgum tónlistargagnrýnendum og er oft talin vera ein besta plata McCartney.
Árið 1971 framleiddi McCartney plötuna Thrillington, hlóðfæraleik af Ram sem var gefinn út árið 1977 undir dulnefninu Percy ‚Thrills‘ Thrillington. Árið 2012 var gefin út endurútgáfa af plötunni með nokkrum aukalögum sem hluti af Paul McCartney Archive Collection verkefninu. Árið 2023 var Ram sett í 450. sæti yfir „bestu plötur allra tíma“ af tímaritinu Rolling Stone.[6]