Randal Cremer | |
---|---|
![]() | |
Fæddur | 18. mars 1828 |
Dáinn | 22. júlí 1908 (80 ára) London, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Störf | Stjórnmálamaður |
Flokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Verðlaun | ![]() |
Sir William Randal Cremer (18. mars 1828 – 22. júlí 1908), yfirleitt kallaður Randal Cremer, var enskur stjórnmálamaður sem sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn. Hann var friðarsinni og baráttumaður fyrir stofnun alþjóðlegra gerðardómstóla. Fyrir þau störf vann Cremer til friðarverðlauna Nóbels árið 1903.[1]