Richard Nixon

Richard Nixon
Richard Nixon þann 8. júlí árið 1971.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1969 – 9. ágúst 1974
VaraforsetiSpiro Agnew (1969–1973)
Enginn (okt-des 1973)
Gerald Ford (1973–1974)
ForveriLyndon B. Johnson
EftirmaðurGerald Ford
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1953 – 20. janúar 1961
ForsetiDwight D. Eisenhower
ForveriAlben W. Barkley
EftirmaðurLyndon B. Johnson
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu
Í embætti
1. desember 1950 – 1. janúar 1953
ForveriSheridan Downey
EftirmaðurThomas Kuchel
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 12. kjördæmi Kaliforníu
Í embætti
3. janúar 1947 – 30. nóvember 1950
ForveriJerry Voorhis
EftirmaðurPatrick J. Hillings
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. janúar 1913
Yorba Linda, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Látinn22. apríl 1994 (81 árs) New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiPat Nixon (g. 1940; d. 1993)
TrúarbrögðKvekari
BörnPatricia „Tricia“, Julie
HáskóliWhittier-háskóli, Duke-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Richard Milhous Nixon (9. janúar 191322. apríl 1994) var 37. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1969 til 9. ágúst 1974 fyrir repúblikana.

Richard fæddist í Yorba Linda í Kaliforníu sonur trúaðra kvekara. Nixon hlaut fullan styrk til laganáms við Duke-háskóla þaðan sem hann útkrifaðist með þriðju hæstu einkunn í sínum árgangi og starfaði sem lögmaður eftir að námi lauk. Nixon varð fulltrúi Kaliforníu í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1946 fyrir repúblikanaflokkinn og árið 1950 varð hann öldungadeildarþingmaður. Árið 1952 var hann útnefndur sem varaforsetaefni repúblíkanaflokksins við framboð Dwight D. Eisenhower sem sigraði og varð Nixon einn yngsti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.

Hann tapaði naumlega fyrir John F. Kennedy í forsetakosningunum árið 1960 og eftir tap í kosningum til fylkisstjóra Kaliforníu árið 1962 tilkynnti hann brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Nixon sneri þó aftur og árið 1968 bauð hann sig fram í forsetakosningum og náði kjöri.

Forsetatíðar Nixons er aðallega minnst í seinni tíð fyrir Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Nixons árið 1974. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem sagt hefur af sér.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne