Rudolf Carnap | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 18. maí 1891 (í Ronsdorf í Þýskalandi) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki, rökfræðileg raunhyggja |
Helstu ritverk | Logische Syntax der Sprache (1934) |
Helstu kenningar | Logische Syntax der Sprache (1934) |
Helstu viðfangsefni | rökfræði, vísindaheimspeki, málspeki |
Rudolf Carnap (18. maí 1891 í Ronsdorf, Þýskalandi – 14. september 1970 í Santa Monica í Kaliforníu) var áhrifamikill heimspekingur sem starfaði í Evrópu um miðjan 4. áratug 20. aldar og síðar í Bandaríkjunum. Hann var meðlimur í Vínarhringnum og málsvari rökfræðilegrar raunhyggju. Hann taldi að mikið af þeim vandamálum og spurningum sem heimspekingar glíma við væru í raun og veru ekki vandamál heldur afleiðing misbeitingar tungumálsins og að við gætum leyst þau á einfaldan hátt með því að sjá að við værum ekki að beina athygli okkar að réttu hlutunum. Carnap var viss um að með helsta tól heimspekinnar væri því að greina tungumálið rökrétt.