Salomon Perel | |
---|---|
![]() | |
Fæddur | 21. apríl 1925 |
Dáinn | 2. febrúar 2023 (97 ára) |
Salomon Perel (fæddur 21. apríl 1925 í Peine í Þýskalandi; látinn 2. febrúar 2023 nálægt Tel Avív í Ísrael)[1], oft kallaður Sally Perel, einnig þekktur undir nöfnunum Shlomo Perel eða Solomon Perel (og á tímum einræðis nasista í Þýskalandi sem Josef Perjell) var ísraelskur höfundur af þýskum uppruna. Sem meðlimur Hitlersæskunnar tókst honum að fela að hann væri gyðingur og lifa af einræði nasista í Þýskalandi. Gerð var kvikmynd eftir sjálfsævisögu hans Ich war Hitlerjunge Salomon árið 1990 og er titill hennar Europa Europa. Fram til dauðadags heimsótti Perel skóla og fjallaði um líf sitt við nemendur.