Salt er steinefni sem er að mestu gert úr natríumklóríði (efnatákn NaCl), sem er efnasamband sem tilheyrir söltum. Það er mikið af salti í sjónum, það eru 35 grömm af salti í lítra af sjó (3,5% selta).
Salt er notað til að bragðbæta mat og til að koma í veg fyrir að hann spillist. Bergsalt (steinsalt) er unnið úr saltnámum, en sjávarsalt er unnið úr sjó.
Salt er lífsnauðsynlegt og er eitt af grunnbrögðum bragðskynsins. Það er natríum (en ekki klór) sem er jónin sem spilar mikilvægt hlutverk í dýrum, hún er rafvaki(en), nauðsynleg fyrir starfsemi vöðva og tauga, og viðheldur réttum flæðiþrýstingi (osmótískum þrýstingi).