Santa Monica (spænska: Santa Mónica) er borg í Los Angeles-sýslu, staðsett meðfram Santa Monica-flóa á suðurströnd Kaliforníu í Bandaríkjunum. Íbúafjöldinn árið 2020 var 93.076.[1] Borgin er vinsæll dvalarstaður, þökk sé veðurfari, ströndum og ferðamannaiðnaði hennar.[2] Santa Monica hlaut kaupstaðarréttindi árið 1886.[3]