Sel

Urðarsel, Svarfaðardalur.

Sel voru hús, eitt eða fleiri, sem voru nýtt til seljabúskapar á Íslandi og víðar. Sel voru gjarnan í útjaðri jarða og nýttu beitiland eða svæði sem að öðrum kosti hefði ekki verið nýtt.

Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi miklu fyrr. Ekki er ljóst af hverju seljabúskapur lagðist af á Íslandi en slíkur landbúnaður er enn iðkaður í Suður-Evrópu og í Noregi. Mögulegir þættir sem bent hefur verið á er t.d. fólksfækkun vegna margvíslega hamfara ásamt meiri áherslu á kjötframleiðslu.[1]

Samkvæmt rituðum heimildum fólst seljabúskapur í að reka mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, í sel og hafa þær þar á beit yfir sumarmánuðina. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á að seljabúskapur á Íslandi var flóknari en áður var talið og þar hafi líka farið fram önnur framleiðsla (t.d. járnvinnsla), veiðar og fleira. Enn fremur hefur verið bent á að seljabúskapur hafi verið breytilegur í tímanna rás og sel frá víkingaöld hafi gegnt flóknara og öðru hlutverk en yngri tíma sel. [2]

  1. Birna Lárusdóttir (2011). Mannvist.
  2. Lucas, Gavin (2008). Pálstóftir: A Viking Age Shieling in Iceland.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne