Selena Gomez | |
---|---|
Fædd | Selena Marie Gomez 22. júlí 1992 |
Störf |
|
Ár virk | 2002–í dag |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi | |
Áður meðlimur í | Selena Gomez & the Scene |
Vefsíða | selenagomez |
Selena Marie Gomez (f. 22. júlí 1992) er bandarísk leik- og söngkona og góðgerðarsendiherra fyrir UNICEF. Hún varð fræg fyrir að leika Alex Russo í Disney þáttunum Wizards of Waverly Place. Hún fór síðar að leika í kvikmyndum og hefur leikið í sjónvarpskvikmyndunum Another Cinderella Story, Wizards og Waverly Place: Kvikmyndin og Princess Protection Program. Hún lék í fyrsta skipti í leikhúsi í verkinu Ramona og Beezus.
Gomez var einnig aðalsöngkona og stofnandi popphljómsveitarinnar Selena Gomez & The Scene sem hefur gefið út tvær gullplötur, Kiss & Tell og A Year Without Rain. Gomez hefur einnig sungið lög fyrir kvikmyndirnar Tinker Bell, Another Cinderella Story og Wizards of Waverly Place eftir að hafa skrifað undir samning við Hollywood Records.