Setberg er kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Grundarfirði, Eyrarsveit. Þar var kirkja helguð heilögum krossi í kaþólskum sið, en í dag er Setberg annexía frá Grundarfjarðarkaupstað. Á Setbergi er reisuleg timburkirkja, sem byggð var árið 1882. Á meðal gripa sem þar má sjá, eru altaristafla frá 1892, hökull frá 1696 og ljósakróna frá 1789.