Shenyang

Frá Beiling garði í Shenyang borg. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Shenyang um 9,1 milljónir manna.
Staðsetning Shenyang borgar í Kína.

Shenyang (eða Shen-yang ) (kínverska: 沈 阳; rómönskun: Shěnyáng) er höfuðborg Liaoning héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Borgin er byggð á flatri láglendissléttu í mið-norðurhluta Liaoning héraðs, við rætur Changbai-fjalla og í jaðri hinnar víðáttumiklu Mansjúríu-sléttu. Shenyang er miðstöð viðskipta og verslunar, samgangna, mennta og menningar í Norðaustur Kína. Hún er ein mesta iðnaðarborg Kína.

Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Shenyang um 9,1 milljónir manna. Borgin var áður þekkt undir heitinu Fengtian (eða Manchu, Mukden).

Mynd af Mansjú höll í Shenyang borg í Liaoning héraði í Kína.
Mansjú höll í Shenyang borg.
Mynd af Zhao grafhýsinu í Shenyang borg. Það er nú á Heimsminjaskrá UNESCO.
Zhao grafhýsið í Shenyang borg er á Heimsminjaskrá UNESCO.

Saga Shenyang borgar verður rakin í meira en 2.000 ár. Mansjú þjóðin lagði undir sig borgina á 17. öld og notaði hana stuttlega sem höfuðborg Tjingveldisins eða Mansjúveldisins. Tími Tjingveldisins (1636 - 1912) er farsælasta tímabil borgarinnar enda átti keisarafjölskyldan ættir að til Mansjúríu þar sem borgin er. Í borginni eru margir sögulegir staðir sem vísa til þessa tíma: Keisarahöllin í Shenyang, fyrrum konungsbústaðir, keisaragrafir, hof og pagóður.

Að sama skapi varð borgin vitni að myrkrum tíma í sögu Kína í stríði Rússlands og Japanska keisaradæmisins 1904–05, sem var í Shenyang (þá Mukden) og færði Japan ítök í Mansjúríu. Japan tók yfir borgina 1931. Þegar þeir gáfust uppgjöf árið 1945 var Shenyang áfram vígi lýðveldishersins en kommúnistar náðu borginni árið 1948.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne