Silfur

  Kopar  
Palladín Silfur Kadmín
  Gull  
Efnatákn Ag
Sætistala 47
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 10490,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 107,8682(2) g/mól
Bræðslumark 1234,93 K
Suðumark 2435,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Silfur er frumefni með efnatáknið Ag (skammstöfun á latneska orðinu yfir silfur, argentum) og sætistöluna 47 í lotukerfinu. Silfur er mjúkur, hvítgljáandi hliðarmálmur sem hefur mestu raf- og hitaleiðni allra málma og finnst í steindum og einnig í hreinu formi. Það er notað í mynt, skartgripi, borðbúnað og ljósmyndun.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne