Silicon Valley

Silicon Valley

Silicon Valley eða Kísildalurinn er nafn sem er notað yfir landsvæði við syðri hluta San Francisco-flóa í Norður-Kaliforníu, Bandaríkjunum. Á þessu svæði eru margir bæir. Nafngiftin vísaði í upphafi til mikillar framleiðslu svæðisins á kísilflögum en varð að lokum samnefnari fyrir allan hátækniiðnaðinn á svæðinu.

Heitið nær yfir norðurhluta Santa Clara Valley og nærliggjandi svæði á suðurhluta San Francisco-skagans.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne