Calvin Cordozar Broadus, Jr. (fæddur 20. október 1971), betur þekktur sem Snoop Dogg, er bandarískur rappari, leikari og skemmtikraftur. Hann er líka yfirlýstur kannabisneytandi og baráttumaður fyrir lögleiðingu þeirra,
Hann gekk í gagnfræðiskólann Long Beach Polytechnic High School og var meðlimur í glæpagengi í Kaliforníu og stuttu eftir útskrift hans var hann handtekinn fyrir eign á kókaíni og sat fyrir það sex mánuði í fangelsi.