SoundCloud er þýsk streymiþjónusta fyrir tónlist sem gerir notendum kleift að hlaða inn, auglýsa, og deila hljóðskrám. SoundCloud var stofnað árið 2007 af Alexander Ljung og Eric Wahlforss og er ein stærsta tónlistarstreymiþjónusta í heimi, aðgengileg í um 190 löndum og svæðum.[1] Þjónustan er með meira en 75 milljónir virka mánaðarlega notendur og yfir 200 milljónir hljóðskrár frá og með nóvember 2021.[2][3] SoundCloud býður upp á bæði ókeypis og greidda áskrift sem er fáanleg í gegnum síma, tölvur og Xbox tæki.