Spyrnur

Spyrnur eru armar sem koma út frá grind bíls og leyfa dekkjunum að hreyfast upp og niður. Þær eru yfirleitt í lögun eins og óskabein í kjúklingi.

Á minni bílum er bara neðri spyrna því demparinn og gormurinn eru festir beint í grind bílsins, en á jeppum og stærri bílum eru oft efri og neðri spyrna sem hreyfast samsíða.

Spyrnurnar eru boltaðar í grind bílsins með gúmmífóðringu á milli. Þegar fóðringin slitnar byrjar fjöðrunin að glamra og þá er kominn tími til að skipta um fóðringar.

Gúmmíin eru yfirleitt pikkföst í spyrnunni og því er oft skipt um spyrnur og fóðringar samtímis til að spara vinnu við að ná fóðringunum úr.

Yfirleitt er það neðri spyrnan sem mest mæðir á og þarf að skipta um.

Á enda spyrnunnar er hjöruliður sem tengir bremsurnar og hjólalegurnar við spyrnuna. Þessi liður er kallaður spindilkúla.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne