Starbucks er bandarísk skyndibita og kaffihúsakeðja sem hefur verið starfandi frá árinu 1971 og er með höfuðsstöðvar í Seattle í Washingtonríki. Starbucks er með kaffihús í 80 löndum heimsins og hefur yfir 35 þúsund útibú starfrækt. Starbucks selur alls konar kaffidrykki, kalda drykki, bakkelsi og annan mat.