Staten Island

Kort sem sýnir Staten Island (með gulu) innan New York borgar (sem sýnd er með gráu).

Staten Island er einn af fimm hlutum New York borgar í Bandaríkjunum.

Staten Island er staðsett á samnefndri eyju í suðvesturhluta New York borgar, nálægt höfn borgarinnar. Þar búa aðeins um 476 þúsund íbúar (2016) og er því Staten Island langfámennasti hluti borgarinnar.

Frá syðsta odda Manhattan til Staten Island gengur ferja, sem er um það bil 20 mínútur á leiðinni í hvora átt. Leið hennar liggur fram hjá Liberty Island, þar sem Frelsisstyttan (The Statue of Liberty) er og taka ferðamenn sér því oft far með þessari ferju.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne