Sturla Sighvatsson

Sturla Sighvatsson (11991238) var íslenskur höfðingi á 13. öld. Hann var einn helsti foringi Sturlunga og tók við goðorði þeirra um 1220, en Sighvatur faðir hans fluttist þá í Eyjafjörð. Þeir feðgar áttu í deilum við Guðmund Arason Hólabiskup, og veturinn 1222 var Tumi Sighvatsson eldri, bróðir Sturlu, veginn af mönnum biskups á Hólum. Biskup sigldi með lið sitt til Grímseyjar um vorið til að reyna að komast undan hefnd feðganna, en þeir Sighvatur og Sturla eltu hann þangað og náðu honum eftir mikið blóðbað og fóru hraklega með hann.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne