Subway

Subway veitingastaður í Flórída í Bandaríkjunum.

Subway er bandarískur skyndibitastaður sem selur samlokubáta og salöt. Fyrirtækið er í eigu Doctor's Associates, Inc og notar sérleyfismódel. Staðir Subway eru yfir 37 þúsund talsins í yfir 98 löndum og er því fyrirtækið stærsta skyndibitakeðja í heiminum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Milford í Connecticut en fyrsti staðurinn var opnaður í Bridgeport, stærstu borg Connecticut.[1]

  1. Subway - Saga SUBWAY® á Íslandi

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne