Svalur og Valur

Veggmynd af Sval, Val og Pésa í Janson-neðanjarðarlestarstöðinni í Charleroi.

Svalur og Valur (franska: Spirou et Fantasio) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum vinanna og blaðamannanna Svals og Vals. Ýmsir höfundar hafa spreytt sig á sagnaflokknum, en André Franquin er almennt talinn hafa haft mest áhrif á þróun hans. Á árunum 1977 til 1992 komu fjölmargar Svals og Vals-bækur út á íslensku á vegum Bókaútgáfunnar Iðunnar. Íslensk útgáfa Svals og Vals hófst á ný árið 2013 á vegum Frosks útgáfu.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne