Svarthol er í heimsfræði, hugtak haft yfir sérstæðu í tímarúmi, sem er lítið svæði sem ekkert sleppur frá, ekki einu sinni ljós. Talið er að svarthol myndist við þyngdarhrun kulnaðrar sólstjörnu, sem er nægjanlega massamikil til þess að þvermál hennar verði minna en tvisvar sinnum Schwarzschild-geislinn.
Talið er að svarthol sé að finna í miðju allra stjörnuþoka.