![]() |
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Svifryk eru agnir í andrúmsloftinu, bæði í vökvaformi og föstu formi, sem eru smærri en 10 míkrómetrar í þvermál. Svifryki er oftast skipt eftir kornastærð í PM10 og PM2,5 agnir. PM er stytting á enska heitinu „particulate matter“ en talan táknar mestu mögulegu stærð í míkrómetrum (μm). Undanfarið hefur athyglin beinst í auknum mæli að örfínum ögnum (PM1 og PM0,1) sem smjúga inn um frumuhimnur og hafa áhrif á æðaveggi og heilavef.