Tawakkol Karman

Tawakkol Karman
توكل كرمان
Tawakkol Karman árið 2012.
Fædd7. febrúar 1979 (1979-02-07) (46 ára)
ÞjóðerniJemensk (með tyrkneskan ríkisborgararétt)
MenntunHáskólinn í Sana
StörfBlaðamaður, stjórnmálamaður, aðgerðasinni
TrúÍslam
MakiMúhameð Al-Nehmi
Börn3
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (2011)

Tawakkol Abdul-Salam Karman (f. 7. febrúar 1979) er jemenskur blaðamaður, stjórnmálamaður og mannréttindafrömuður. Hún leiðir samtök Blaðakvenna án hlekkja, sem hún tók þátt í að stofna árið 2005. Karman var sæmd friðarverðlaunum Nóbels árið 2011 ásamt Ellen Johnson Sirleaf og Leymah Gbowee fyrir friðsamlega baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Jemen í aðdraganda arabíska vorsins. Karman hefur verið kölluð „járnkonan“, „móðir byltingarinnar“ og „andi jemensku byltingarinnar“.[1]

  1. Kolbeinn Þorsteinsson (11. nóvember 2011). „Konur friðar“. Dagblaðið Vísir. Sótt 22. júní 2019.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne