The Rolling Stones

The Rolling Stones
The Rolling Stones í Milwaukee árið 2015. Frá vinstri til hægri: Charlie Watts, Ronnie Wood, Mick Jagger, og Keith Richards.
The Rolling Stones í Milwaukee árið 2015. Frá vinstri til hægri: Charlie Watts, Ronnie Wood, Mick Jagger, og Keith Richards.
Upplýsingar
UppruniLondon, England
Ár1962–í dag
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
Fyrri meðlimir
Vefsíðarollingstones.com
The Rolling Stones 1965: Brian Jones, Charlie Watts, Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman

The Rolling Stones er ensk hljómsveit sem braust til frægðar og frama á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Líkt og með margar breskar rokksveitir voru Stones undir áhrifum margskonar tónlistarstefna, einkum rafmagnaðs blús frá Bandaríkjunum og snemmborins rokks. Um miðjan sjöunda áratuginn höfðu Stones náð sínum tón, gítargrunni, sem var fyrirmynd þungs rokks.[heimild vantar] Stones höfðu áhrif á ímynd uppreisnagjarnra ungmenna, sem hjálpaði þeim að ná þeim vinsældum sem þeir njóta og að hafa þau áhrif sem hljómsveitin hefur haft. Rolling Stones hafa selt yfir 200 milljónir platna um víða veröld. Nafnið „Rollin' Stones“ var fyrst notað 12. júlí 1962, þegar þeir hlupu í skarðið fyrir Blues Incorporated á Marquee Club.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne