Time eða TIME er bandarískt fréttatímarit. Tímartitið var fyrst gefið út 3. mars 1923 af Henry Luce og Briton Hadden. Höfuðstöðvar tímaritsins eru í New York-borg en einnig eru gefnar út evrópsk-, suður-kyrrahöfsk- og asísk útgáfa tímaritsins. Síðan 1999 hefur tímaritið gefið út árlegan lista yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga heimsins. Tímaritið gefur einnig út árlegt tölublað sem er tileinkað manneskju ársins, sem er valin til að prýða forsíðuna.