Tobias Asser | |
---|---|
![]() Tobias Asser árið 1911. | |
Fæddur | 28. apríl 1838 |
Dáinn | 29. júlí 1913 (75 ára) |
Þjóðerni | Hollenskur |
Menntun | Háskólinn í Amsterdam Háskólinn í Leiden |
Störf | Lögfræðingur |
Trú | Gyðingdómur |
Maki | Johanna Ernestina Asser (g. 1864) |
Verðlaun | ![]() |
Tobias Michael Carel Asser (28. apríl 1838 – 29. júlí 1913) var hollenskur lögmaður og lögfræðingur af gyðingaættum.
Árið 1911 vann Asser friðarverðlaun Nóbels (ásamt Alfred Hermann Fried) fyrir störf sín á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar, sér í lagi fyrir að taka þátt í stofnun Haag-ráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt (HCCH).