Tom Waits

Tom Waits (1974-1975)
Tom Waits í Prag árið 2008.

Tom Waits (fæddur Thomas Alan Waits 7. desember 1949 í Kaliforníu) er bandarískur tónlistarmaður og leikari. Hann er þekktur fyrir sérstæða rödd sína. Waits dregur áhrif sín úr frumdjass og hráum blús. Hann spilar aðallega á píanó en einnig gítar, banjó og ásláttarhljóðfæri.

Hann byrjaði feril sinn þegar hann var dyravörður á þjóðlagabúllu í San Diego. Tók Waits þátt í hæfileikakeppni í Los Angeles og fékk í kjölfarið útgáfusamning. Fyrsta platan, Closing Time, kom út árið 1973 [1]. Waits hefur unnið tvenn Grammy verðlaun. Var það fyrir plöturnar Bone Machine og Mule Variations. Tímaritið Rolling Stone setti hann á lista 100 bestu lagahöfunda allra tíma.

Waits býr í Sonoma-sýslu í Kaliforníu með konu sinni Kathleen Brennan sem hefur samið með honum lög. Þau eignuðust þrjú börn.

  1. Tom Waits og frumlitirnir Mbl. Skoðað 19. mars, 2016.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne