Ulysses S. Grant (27. apríl 1822 – 23. júlí 1885) var bandarískur hershöfðingi og 18. forseti Bandaríkjanna. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir að leiða „Sambandið“ í Bandaríska borgarastríðinu. Árið 1868 var Grant kosinn forseti Bandaríkjanna sem Repúblikani og þjónaði því embætti frá 1869 til 1877. Grant var fyrsti forsetinn í 40 ár sem þjónaði embættinu yfir tvö kjörtímabil en þá hafði Andrew Jackson setið í tvö kjörtímabil.
Fyrirrennari: Andrew Johnson |
|
Eftirmaður: Rutherford B. Hayes |