University College London

Aðalbygging UCL.

University College London (skammstafaður sem UCL) er fjöldeilda háskóli á Bretlandi staðsettur aðallega í London. Hann er hluti Háskólans í London, og var stofnaður árið 1826 sem London University. UCL var fyrsti háskóli í London og var sá fyrsti á Bretlandi sem stofnaður var á veraldlegum grundvelli. Hann var líka fyrsti háskólinn til að viðurkenna fólk án tilits til kynþáttar, stéttar, trúar eða kyns.[1] Árið 1836 stofnsettu London University og King's College London „háskólann í London“ og þá var UCL gefið núverandi nafn. Löngu hefur verið mikið keppni milli UCL og King's þó að þeir séu meðlimir í sama háskólanum.

Enda þótt UCL sé hluti háskólans í London er hann hliðstæður við frístandandi, sjáfstæða og fjármagnaða á óháðan hátt háskóla því hann úthlutar gráður hann sjálfir. Í dag starfa um það bil 8.000 manns við skólann og nemendur eru 22.000. Skólinn er stærri en aðrir háskólar á Bretlandi.

Árið 2008 var velta UCL 635 milljónir breskra punda og var hrein eign hans 581 milljónir breskra punda. Núverandi yfirmaður og forseti UCL er prófessor Malcolm Grant.

UCL er eini háskólinn á Bretlandi þar sem hægt er að læra íslensku.[2]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2009. Sótt 8. september 2009.
  2. „UCL - BA Icelandic“. Sótt 6. febrúar 2011.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne