Uriah Heep

Uriah Heep 1977.
Mick Box árið 1977.

Uriah Heep er ensk rokk- eða þungarokkshljómsveit stofnuð í London árið 1969. Frægðarsól þeirra reis hæst á 8. áratugnum en síðar nutu þeir áframhaldandi vinsælda í löndum eins og Þýskalandi, Rússlandi, Skandinavíu og Japan. Lady in Black, Easy Livin, July Morning og The Wizard eru meðal laga þeirra sem náðu vinsældum. Plata þeirra Demons and Wizards frá 1972 er talin vera sígilt verk. Heep spilar hljómborðsskotið rokk áþekkt Deep Purple. David Byron sem söng með sveitinni á vinsældatímabilinu lést árið 1985. Sveitin spilaði með Purple á Íslandi árið 2007 og áður 1988. [1]. Mick Box, gítarleikari, er eini upprunalegi meðlimurinn í sveitinni.

  1. Deep Purple og Uriah Heep halda tón­leika sam­an í Laug­ar­dals­höll í maí Mbl. Skoðað 1. feb, 2016.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne