Alexander mikli var konungur Makedóníu á árunum 336 til 323 fyrir krist. Í valdatíð sinni réðst Alexander mikli í mikla herleiðangra og lagði undir sig allt Persaveldi og Egyptaland. Við dauða sinn réði Alexander mikli yfir Grikklandi, Egyptalandi, og stórum hluta Miðausturlanda og Mið-Asíu.[1]