Velska Cymraeg | ||
---|---|---|
Málsvæði | Bretland | |
Heimshluti | Wales | |
Fjöldi málhafa | 750,000+ | |
Sæti | ekki með efstu 100 | |
Ætt | Indóevrópskt Keltneskt | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
![]() | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | cy
| |
ISO 639-2 | wel/cym
| |
SIL | cym
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Velska (Cymraeg eða y Gymraeg) er brýþonskt tungumál í keltnesku málaættinni talað í Wales, einkum norð-vestast, og á svæðum á Englandi nálægt landamærunum við Wales. Velska hefur verið þekkt undir ýmsum heitum í gegnum söguna, meðal annars „breska“ og „kambríska“.
Samkvæmt breska manntalinu árið 2011 tala 19 % allra Walesbúa eldri en þriggja ára velsku eða 562.000 manns. Þar af geta 77 % (431.000 manns) talað, lesið og skrifað velsku. 73 % allra Walesbúa eða 2,2 milljónir manns segjast hafa enga velskukunnáttu. Bera má þetta saman við manntalið árið 2001, þar sem 20,8 % Walesbúa sögðust geta talað velsku, þar af 57 % (315,000 manns) reiprennandi.
Árið 2011 varð velska opinbert mál í Wales með nýjum lögum sem tóku gildi þá. Velska er eina opinbera tungumálið á Bretlandi; enska og önnur tungumál hafa enga opinbera stöðu.