Verdun-samningurinn

Hlutar fyrrverandi Karlungaveldis eftir skiptinguna, Lóþar fékk það svæði sem nú samsvarar Ítalíu, Karl sköllótti fékk Frakkland og Lúðvík þýski Þýskaland.

Verdun-samningurinn var samningur um skiptingu hins mikla Evrópuveldis Karlunga milli þriggja sona Lúðvíks guðhrædda Frankakeisara, árið 843. Samningurinn, sem gerður var í Verdun í Frakklandi, batt enda á átök bræðranna um yfirráð yfir ríkinu eftir lát föður þeirra þar sem Lóþar hafði staðið einn gegn bandalagi yngri bræðra sinna.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne