Vetni

   
Vetni Helín
  Litín  
Efnatákn H
Sætistala 1
Efnaflokkur Málmleysingi
Eðlismassi 0,0899 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 1,00794 g/mól
Bræðslumark 14,025 K
Suðumark 20,268 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Vetni er frumefni með efnatáknið H (upphafsstafur orðsins hydrogenium frá grísku orðunum ὕδωρ hudōr í merkingunni „vatn“ og γεννάω gennaō í merkingunni „ég skapa“, „ég framkalla“) og sætistöluna 1 í lotukerfinu. Við staðalaðstæður er það litlaust, ómálmkennt, lyktarlaust, eingilt og mjög eldfimt tvíatóma gas. Vetni er léttasta og algengasta frumefnið í alheiminum. Það finnst í vatni og í öllum lífrænum efnasamböndum. Vetni verkar á efnafræðilegan hátt við næstum öll önnur frumefni sem til eru. Er stjörnur eru í meginröð sinni, er uppistaða þeirra mestmegnis vetni í formi rafgass. Þetta frumefni er notað í framleiðslu á ammóníaki, sem gas í loftför, sem annars konar eldsneyti og nýlega sem orkugjafi fyrir efnarafala.

Í rannsóknarstofum er vetni framleitt með efnahvörfum sýru við málma eins og sink. Vetni er yfirleitt framleitt í stærri stíl í iðnaði með gufuumvarpi náttúrulegs jarðgass. Rafgreining vatns er einföld aðferð en hagfræðilega afkastalítil í fjöldaframleiðslu. Vísindamenn eru enn að rannsaka nýjar aðferðir til vetnisframleiðslu. Ein aðferð felur í sér notkun grænna þörunga. Önnur aðferð sem lofar góðu felst í umbreytingu úrefna lífefna, eins og þrúgusykurs (glúkósa) eða sorbitols, sem hægt er að gera við lágt hitastig með notkun nýrra efnahvata.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne