Cymru (velska) Wales (enska) | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Cymru am byth (velska) Wales að eilífu | |
Þjóðsöngur: Hen Wlad Fy Nhadau Land feðra minna | |
![]() | |
Höfuðborg | Cardiff |
Opinbert tungumál | Velska, enska |
Stjórnarfar | Þingbundið konungsvald
|
Konungur | Karl 3. |
Fyrsti ráðherra | Vaughan Gething |
Hluti Bretlands | |
• Sameinað af Gruffudd ap Llywelyn | 1056 |
• Rhuddlan-samþykktin | 3. mars 1284 |
• Laws in Wales | 1535 |
• Valddreifing | 31. júlí 1998 |
Flatarmál • Samtals |
47. sæti 20.779 km² |
Mannfjöldi • Samtals (2022) • Þéttleiki byggðar |
3.267.501 150/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2018 |
• Samtals | 103,9 millj. dala |
• Á mann | 33.077 dalir |
VÞL (2019) | ![]() |
Gjaldmiðill | Sterlingspund |
Tímabelti | UTC+1 (+2 á sumrin) |
Þjóðarlén | .uk |
Landsnúmer | +44 |
Wales er land í Evrópu og eitt af þeim fjórum löndum sem mynda Bretland.[1] England liggur að því í austri og Atlantshaf og Írlandshaf í vestri. Íbúatala Wales er um það bil þrjár milljónir manna. Það er tvítyngt land, velska er studd til jafns við ensku, en flestir tala ensku sem móðurmál.
Einu sinni var Wales keltneskt ríki og í dag eru íbúar landsins taldir ein af keltnesku þjóðunum sex. Á 5. öld varð til sérstök velsk þjóðarvitund þegar Rómverjar hörfuðu frá Bretlandi.[2] Llewelyn mikli stofnaði furstadæmið Wales árið 1216. Á 13. öld sigraði Játvarður 1. Llewelyn síðasta og Wales var síðan undir stjórn Englands í nokkrar aldir. Prinsinn af Wales er staða sem búin var til fyrir ríkisarfa ensku krúnunnar og núverandi prins af Wales er Vilhjálmur Bretaprins. Seinna varð Wales hluti Englands með Sambandslögunum 1535–1542 og þannig myndað land sem hét England og Wales. Á 19. öldinni þróuðust stjórnmál í Wales og árið 1881 voru lög sett um verslun á sunnudögum, en það voru fyrstu lög sem giltu sérstaklega fyrir Wales. Árið 1955 var Cardiff gerð að höfuðborg landsins. Árið 1999 var Velska þingið stofnað. Það sér m.a. um öll mál sem Wales fær til umfjöllunar frá ríkisstjórn Bretlands.
Höfuðborgin Cardiff (velska: Caerdydd) er stærsta borg Wales og þar búa 362.400 manns. Einu sinni var hún stærsta kolahöfn í heimi[3] og fleiri kolafarmar fóru í gegnum Cardiff en London eða Liverpool.[4] Um það bil tveir þriðju íbúanna búa í Suður-Wales. Einnig eru margir íbúar í Norður-Wales austan til. Wales er vinsælt ferðamannaland vegna fjalllendis og fagurra sveita. Síðan á 19. öld hefur Wales verið þekkt sem „söngvalandið“.[5] Margir leikarar og söngvarar frá Wales eru þekktir um allan heim.[6] Í Cardiff er stærsta fjölmiðlamiðstöð á Bretlandi utan London.[7]