Walter Mondale | |
---|---|
Varaforseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 20. janúar 1977 – 20. janúar 1981 | |
Forseti | Jimmy Carter |
Forveri | Nelson Rockefeller |
Eftirmaður | George H. W. Bush |
Öldungadeildarþingmaður fyrir Minnesota | |
Í embætti 30. desember 1964 – 30. desember 1976 | |
Forveri | Hubert Humphrey |
Eftirmaður | Wendell Anderson |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 5. janúar 1928 Ceylon, Minnesota, Bandaríkjunum |
Látinn | 19. apríl 2021 (93 ára) Minneapolis, Minnesota, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Joan Adams (g. 1955; d. 2014) |
Börn | 3 |
Háskóli | Macalester-háskóli Háskólinn í Minnesota (BA, LLB) |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður, sendiherra |
Undirskrift |
Walter Frederick „Fritz“ Mondale (5. janúar 1928 – 19. apríl 2021) var bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hann var varaforseti Bandaríkjanna frá 1977 til 1981, í forsetatíð Jimmy Carter. Áður hafði Mondale setið á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota frá 1964 til 1976. Mondale var frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum 1984 en þar galt hann sögulegt afhroð á móti sitjandi forsetanum Ronald Reagan og vann aðeins heimafylki sitt, Minnesota, auk höfuðborgarinnar. Mondale dró sig að mestu úr stjórnmálum eftir ósigurinn en hann var sendiherra Bandaríkjanna í Japan frá 1993 til 1996.