Warren Sturgis McCulloch (16. nóvember 1899 – 24. september 1969) var bandarískur tauga- og stýrifræðingur sem er þekktastur fyrir að hafa skrifað ásamt Walter Pitts „A logical calculus of the ideas immanent in nervous activity“ sem út kom 1943 en það rit er talið fyrsta vísindaritið sem fjallar um gervigreind.