Washington, D.C.

Washington, D.C.
District of Columbia
Hvíta húsið í Washington, D.C.
Hvíta húsið í Washington, D.C.
Fáni Washington, D.C.
Opinbert innsigli Washington, D.C.
Hverfin í Washington, D.C.
Hverfin í Washington, D.C.
Washington, D.C. er staðsett í Bandaríkjunum
Washington, D.C.
Washington, D.C.
Staðsetning innan Bandaríkjanna
Hnit: 38°54′17″N 77°00′59″V / 38.90472°N 77.01639°V / 38.90472; -77.01639 (District of Columbia)
Land Bandaríkin
Nefnd eftirGeorge Washington
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriMuriel Bowser
Flatarmál
 • Borg177 km2
 • Land158,32 km2
 • Vatn18,71 km2
Hæsti punktur
125 m
Lægsti punktur
0 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Borg689.545
 • Þéttleiki4.355,39/km2
 • Þéttbýli
5.174.759
 • Stórborgarsvæði
6.304.975
TímabeltiUTC–5
 • SumartímiUTC–4
Póstnúmer
20001–20098, 20201–20599, 56901–56999
Svæðisnúmer202 og 771
ISO 3166 kóðiUS-DC
Vefsíðadc.gov

Washington, D.C. (einnig kölluð Washington eða D.C.) er höfuðborg og stjórnsetur Bandaríkjanna. Borgin er nefnd eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Skammstöfunin „D.C.“ stendur fyrir „District of Columbia“, alríkishéraðið sem borgin er í. Svæðið sem tilheyrir þessu alríkishéraði í dag var upphaflega klofið úr fylkjunum Maryland og Virginíu.

Um 690.000 manns búa (2020) innan þessa alríkishéraðs, en borgin teygir sig út fyrir héraðið inn í Maryland og Virginíu. Heildaríbúafjöldi stór-höfuðborgarsvæðisins er 6,3 milljónir (2020).


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne