Wii

Nintendo Wii
Framleiðandi Nintendo
Tegund Leikjatölva
Kynslóð Sjöunda kynslóð
Gefin út Q4 2006
Örgjörvi IBM PowerPC-based
"Broadway" (codename)
Skjákort {{{GPU}}}
Miðlar 12 cm optical diskur

8cm GameCube optical disc
DVD-Video
Secure Digital card (SD Flash Media)

Netkort Nintendo Wi-Fi

WiiConnect24

Sölutölur 24.45 milljón þann 31. mars, 2008
Forveri Nintendo GameCube

Wii (borið fram eins og enska persónufornafnið "we", IPA: /wiː/) er leikjatölva frá Nintendo, sem áður var þekkt undir dulnefninu Revolution, er erfingi Nintendo GameCube og er keppinautur Xbox 360 frá Microsoft og PlayStation 3 frá Sony á heimsmarkaði.

Athyglisverð þykir hin þráðlausa fjarstýring Wii, Wii fjarstýringin, en hana má nota sem benditæki og hún skynjar hreyfingu og snúning í þremur víddum. Tölvan notast við WiiConnect24, sem leyfir notendum að ná í uppfærslur og að taka á móti og senda skilaboð í gegnum netið, og notar WiiConnect24 afar lítið rafmagn.

Nintendo minntist fyrst á tölvuna árið 2004 á fréttafundi á E3 og sýndi hana svo á E3 2005. Satoru Iwata sýndi frumgerð fjarstýringarinnar í september 2005 á Tokyo Game Show. Á E3 2006 vann Wii Game Critics Awards fyrir „Best á sýningu“ og „Besta tæki“. Í desember 2006 var Wii kjörinn „Stóri sigurvegarinn í heimilisskemmtun“ (Grand Award Winner in Home Entertainment) í blaðinu Popular Science. Tölvan fór fyrst í sölu árið 2006.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne