Wikipedía (www.wikipedia.org) er frjálst alfræðirit sem er búið til í samvinnu, með svokölluðu wiki kerfi.[1] Fyrir utan almennan alfræðitexta, er alfræðiefnið á síðunni oft tengt í almanök og landafræðiskrár, að auki er haldið utan um nýlega atburði.
Fram að júní 2009 féll mestallur texti á Wikipedía undir Frjálsa GNU handbókarleyfið en þá var skipt yfir í Creative Commons Attribution-ShareAlike (CC-by-SA) 3.0.[2] Það þýðir að deila má efni Wikipediu gegn því að það sé endurútgefið undir sama leyfi. Myndir og margmiðlunarefni falla stundum undir önnur skilyrði.
Mest af efnisinnihaldi Wikipedía er komið frá notendum. Allt efnið er síbreytilegt og það verður aldrei fullkomnað. Vegna þessa er Wikipedía einstætt viðfangsefni.