Woodrow Wilson

Woodrow Wilson
Woodrow Wilson árið 1919.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1913 – 4. mars 1921
VaraforsetiThomas R. Marshall
ForveriWilliam Howard Taft
EftirmaðurWarren G. Harding
Fylkisstjóri New Jersey
Í embætti
17. janúar 1911 – 1. mars 1913
ForveriJohn Franklin Fort
EftirmaðurJames Fairman Fielder
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. desember 1856
Staunton, Virginíu, Bandaríkjunum
Látinn3. febrúar 1924 (67 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiEllen Axson (g. 1885; d. 1914)
Edith Bolling (g. 1915)
HáskóliDavidson-háskóli
Princeton-háskóli
Johns Hopkins-háskóli
Undirskrift

Thomas Woodrow Wilson (28. desember 18563. febrúar 1924) var 28. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1913 til 4. mars 1921. Áður var hann skólastjóri Princeton-háskólans og fylkisstjóri New Jersey. Í forsetatíð hans var bandaríski seðlabankinn stofnaður. 1917 kom hann á herskyldu þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina átti hann mikinn þátt í stofnun Þjóðabandalagsins og skilyrðum Versalasamningsins en samningurinn var ekki samþykktur af öldungadeildinni né heldur gengu Bandaríkjamenn í Þjóðabandalagið. Wilson er almennt talinn með betri forsetum Bandaríkjanna frá upphafi[1] en kynþáttahyggja hans hefur óumdeilanlega skyggt á ímynd hans í seinni tíð.[2]

  1. Arthur M. Schlesinger, Jr., "Ranking the Presidents: From Washington to Clinton". Political Science Quarterly (1997). 112#2: 179–90.
  2. „Princeton-háskóli snýr baki við Woodrow Wilsonm“. Varðberg. 29/06/2020. Sótt 23. ágúst 2023.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne