Woodrow Wilson | |
---|---|
Forseti Bandaríkjanna | |
Í embætti 4. mars 1913 – 4. mars 1921 | |
Varaforseti | Thomas R. Marshall |
Forveri | William Howard Taft |
Eftirmaður | Warren G. Harding |
Fylkisstjóri New Jersey | |
Í embætti 17. janúar 1911 – 1. mars 1913 | |
Forveri | John Franklin Fort |
Eftirmaður | James Fairman Fielder |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. desember 1856 Staunton, Virginíu, Bandaríkjunum |
Látinn | 3. febrúar 1924 (67 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Ellen Axson (g. 1885; d. 1914) Edith Bolling (g. 1915) |
Háskóli | Davidson-háskóli Princeton-háskóli Johns Hopkins-háskóli |
Undirskrift |
Thomas Woodrow Wilson (28. desember 1856 – 3. febrúar 1924) var 28. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1913 til 4. mars 1921. Áður var hann skólastjóri Princeton-háskólans og fylkisstjóri New Jersey. Í forsetatíð hans var bandaríski seðlabankinn stofnaður. 1917 kom hann á herskyldu þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina átti hann mikinn þátt í stofnun Þjóðabandalagsins og skilyrðum Versalasamningsins en samningurinn var ekki samþykktur af öldungadeildinni né heldur gengu Bandaríkjamenn í Þjóðabandalagið. Wilson er almennt talinn með betri forsetum Bandaríkjanna frá upphafi[1] en kynþáttahyggja hans hefur óumdeilanlega skyggt á ímynd hans í seinni tíð.[2]