World Professional Basketball Tournament var árlegt boðsmót sem haldið var í Chicago frá 1939 til 1948 og var styrkt af dagblaðinu Chicago Herald American. Mörg lið komu frá National Basketball League (NBL), en einnig komu lið frá öðrum deildum ásamt bestu sjálfstæðu liðin eins og New York Rens og Harlem Globetrotters. Leikir voru spilaðir á ýmsum stöðum, þar á meðal Chicago Coliseum, International Amphitheater og Chicago Stadium.
NBL-meistararnir unnu yfirleitt mótið, með þremur undantekningum: New York Rens vann fyrsta mótið árið 1939,[1] en Harlem Globetrotters - sem var með mjög sterkt lið á þessum árum - vann næsta ár. Árið 1943 unnu Washington Bears, sem samanstóð af fyrrum leikmönnum Rens, mótið. Fort Wayne Zollner Pistons í NBL vann flest titla (þrjá, frá 1944 til 1946), en Oshkosh All-Stars í NBL lék í flestum úrslitum, eða fimm sinnum en vann mótið þó aðeins einu sinni (árið 1942).
Síðasta mótið var haldið árið 1948, þar sem Minneapolis Lakers sigruðu New York Rens 75-71 í úrslitunum.[2] Árið eftir reyndi dagblaðið The Indianapolis News að halda svipað mót,[3] með því að bjóða Wilkes-Barre Barons frá American Basketball League, þremur liðum frá Basketball Association of America (BAA) og NBL og einu liði sem yrði valið skömmum fyrir mót.[4][5] Þrátt fyrir að forsvarsmenn NBL hafi samþykkt að mæta varð ekkert úr mótinu eftir að forsvarsmenn BAA höfnuðu boðinu.[6]