Wuchang leirslabbi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Megalobrama amblycephala P. L. Yih, 1955[2] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Megalobrama amblvcephala Yih, 1955[3] |
Wuchang-Leirslabbi (Megalobrama amblycephala) er tegund af ferskvatnsfisk af Karpaætt innfædd í Wuhcang-héraði í ánni Yangtze sem rennur í gegnum meginland Kína.
Fiskinn er að finna í Yuli-vatni og Newshan-vatni sem er aðeins 256 km2 stórt og er tangi út af Liangzi-vatni.
Tegundin lifir í ferskvatni á 5-20 m dýpi og vatnið er 10°C - 20°C. Tegundin er mikilvægur eldisfiskur og árið 2012 var heildarafli Wuchang-Leirslabba í 12.sæti yfir lista yfir mikilvægustu fisktegundir í fiskeldi, með heildarafla upp á 710 þúsund tonn og verðmæti upp á rúmlega 1,16 milljarð dollara.
Wuchang-Leirslabbastofninn hefur farið minnkandi vegna ofveiða og minni eldisframleiðslugetu vegna stíflna til vatnsaflsvirkjunnar. Eins og staðan er nú er talið að tegundin sé flokkuð í ,,Lítið áhyggjuefni” vegna þess að tegundin er strjálbýl, miðað við rannsóknir gerðar árið 2011 sem eru á rauðum lista IUCN yfir lífverur í útrýmingarhættu. Fylgjast þarf með stofninum og rannsaka aftur ef þekktar ógnir hafa meiri áhrif en talið er. Engar staðfestar upplýsingar eru um stærð stofnsins.