Wuchang-Leirslabbi

Wuchang leirslabbi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Karpfiskar (Cypriniformes)
Ætt: Vatnakarpar (Cyprinidae)
Ættkvísl: Megalobrama
Tegund:
M. amblycephala

Tvínefni
Megalobrama amblycephala
P. L. Yih, 1955[2]
Samheiti

Megalobrama amblvcephala Yih, 1955[3]

Wuchang-Leirslabbi (Megalobrama amblycephala) er tegund af ferskvatnsfisk af Karpaætt innfædd í Wuhcang-héraði í ánni Yangtze sem rennur í gegnum meginland Kína.

Fiskinn er að finna í Yuli-vatni og Newshan-vatni sem er aðeins 256 km2 stórt og er tangi út af Liangzi-vatni.

Tegundin lifir í ferskvatni á 5-20 m dýpi og vatnið er 10°C - 20°C. Tegundin er mikilvægur eldisfiskur og árið 2012 var heildarafli Wuchang-Leirslabba í 12.sæti yfir lista yfir mikilvægustu fisktegundir í fiskeldi, með heildarafla upp á 710 þúsund tonn og verðmæti upp á rúmlega 1,16 milljarð dollara.

Wuchang-Leirslabbastofninn hefur farið minnkandi vegna ofveiða og minni eldisframleiðslugetu vegna stíflna til vatnsaflsvirkjunnar. Eins og staðan er nú er talið að tegundin sé flokkuð í ,,Lítið áhyggjuefni” vegna þess að tegundin er strjálbýl, miðað við rannsóknir gerðar árið 2011 sem eru á rauðum lista IUCN yfir lífverur í útrýmingarhættu. Fylgjast þarf með stofninum og rannsaka aftur ef þekktar ógnir hafa meiri áhrif en talið er. Engar staðfestar upplýsingar eru um stærð stofnsins.

  1. Zhao, H. (2011). "Megalobrama amblycephala". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2014.3. International Union for Conservation of Nature.
  2. Froese, Rainer and Pauly, Daniel, eds. (2014). "Megalobrama amblycephala" in FishBase. November 2014 version.
  3. Zhu, S.-Q. (1995) Synopsis of freshwater fishes of China., Jiangsu Science and Technology Publishing House i-v + 1-549.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne