![]() |
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Xiahou Dun (?-220) var herforingi undir Cao Cao, stofnanda Wei, á tímabili Austur-Hankeisaradæmisins og hinna þriggja konungsríkja í Kína til forna. Upprunalega ættarnafn Cao Caos var Xiahou, en faðir hans, Song, var ættleiddur af Cao-fjölskyldunni, þannig að Dun og Cao voru skyldir. Sem einn af traustustu herforingjum Cao Caos, aðstoðaði Xiahou Dun smákónginum í herferðum hans gegn Lu Bu, Liu Bei og Sun Quan.
Xiahou Dun missti vinstra augað í bardaga árið 198 og varð lítt þekktur sem „Xiahou blindi“ í skýrslum og hersveitum, sem ergdi hann mikið. Ímynd hans sem eineygður stríðsmaður varð seinna vinsælt í skáldsögunni Þríríkjasögu, þar sem sagt var að hann hafi kippt örinni, sem hitti hann í augað, út og síðan hafi hann étið augað.
Frásagnir frá ríkjunum þremur lýsir Xiahou Dun sem hæverskum og örlátum manni. Hann kom með kennarann sinn persónulega í búðirnar svo að hann gæti haldið áfram að læra á vígvellinum. Hann dreifði einnig öllum auði sem hann átti, tók bara úr fjárhirslunni í neyð og átti ekkert. Eftir dauða hans var honum gefinn titillinn Zhong markgreifi, sem þýðir „Dyggi markgreifinn“.