Zhang Liao

Mynd af Zhang Liao úr bók frá 17.öld

Zhang Liao (169-222) var herforingi undir Cao Cao, stofnanda Wei, á tímabili Austur Han Keisaradæmisins og hinna svo nefndu þriggja konungsríkja í Kína til forna. Hann tók þátt í mörgum herferðum, þar með taldar þær sem farnar voru gegn afkomendum Yuan Shaos og Wuhuan ættbálkanna. En hann var mest þekktur fyrir sigur sinn í bardaganum við Xiaoyao jin (Auðvelda vað) árið 208, þar sem hann varði borgina Hefei gegn her Sun Quans.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne